Fjölbreytt starf Fjallahjólaklúbbsins
Hvað er Fjallahjólaklúbburinn? Er hann bara fyrir fólk með fjallahjól sem hjólar á fjöll? Nei, hreint ekki en samt líka, því hann er fyrir alla sem hjóla eða vilja „auka reiðhjólanotkun og vinna að bættri aðstöðu fyrir þá sem hjóla“ eins og segir í lögum félagsins auk þess að „ÍFHK stendur meðal annars fyrir útgáfu- og fræðslustarfsemi til að kynna stefnu sína og markmið.“