Um söfnunaráráttu og landakort
Margir eru haldnir söfnunaráráttu og hún tekur á sig margar myndir. Ein birtingarmynd hennar er sú tegund túrisma þegar fólk safnar stöðum; 100 hæstu toppar landsins, fjöldi landa í heiminum, austasta og vestasta hitt og þetta og svo framvegis. Ég verð víst að játa að ég tilheyri þessum hópi fólks. Samt er það yfirlýst trú mín að ferðalög snúist um upplifanir fremur en tölfræði eða landakortaútfyllingar. Mín söfnunarhneigð tengist teiknaraeðlinu í mér.