Hvalvatnshringur - 24. júní 2018
Ferðin hefst við Svartagil kl. 10:30, og þaðan hjólað norður á Uxahryggi og að Ormavöllum. Þar hefst fjallahjólapuð af bestu gerð, áð við Hvalvatn og hjólað síðan norðan við vatnið (töluvert puð hér) vestur að Glym og hjólin teymd niður brattasta partinn og hjólað að Stóra-Botni og þaðan upp á Leggjarbrjót og þaðan í Svartagil.