Opinn skjár í Klúbbhúsinu 8. febrúar
Átt þú skemmtilegar hjólamyndir úr ferðum eða hjólatúrum sem þig langar að sýna öðrum og segja frá? Hefur þú gaman af að skoða skemmtilegar hjólamyndir?
Fimmtudaginn 8. febrúar bjóðum við upp á “opinn skjá” þar sem þeir sem vilja geta boðið upp á stutta myndasýningu frá skemmtilegum hjóladögum. Við ætluðum að hafa þetta 1. febrúar en frestum myndasýningunni um viku vegna veðurviðvörunar á höfuðborgarsvæðinu 1. feb.