Helgarferð á Vestfjörðum - svipmyndir
Það spáði ekki góðu helgina sem planið var að hjóla á Vestfjörðum. En við fengum þó einn góðan dag. Mjóifjörður tók á móti okkur í sparifötunum, það var logn og prýðis hiti. Eitthvað var um útidúra, skroppið upp að Eyrarfjalli og skoðuð falleg laut þar sem brekkan byrjar. Svo kílómetrafjöldinn var 37 eftir ánægjulegan hjóladag.