Á ég að skella mér í ferð með Fjallahjólaklúbbnum?
„Á ég að skella mér í ferð með Fjallahjólaklúbbnum? Það væri nú gaman að hjóla Nesjavellina. Hef ekki komið þangað síðan ég var smápolli í bíltúr með pabba og mömmu. Hjól? Nei, ég hef nú ekki hjólað eftir fermingu en fékk gjafabréf frá vinnufélögunum í hjólreiðaverslun. Kannski leynileg ábending um að nú þurfi að bæta líkamsástandið. Stjáni á lagernum fékk rakspíra og undirhanda svitalyktareyði í jólavinaleiknum. Það ætti að segja honum eitthvað karlanganum.“