Stokkhólmur – Kaupmannahöfn 2017
Mig hafði lengi langað að hjóla ein frá Stokkhólmi til Kaupmannahafnar og haustið 2016 fór ég að skipuleggja ferðina. Ég var með tjald meðferðis en hafði hugsað mér að gista á farfuglaheimilum ef veðrið væri þannig. Í Kaupmannahöfn ætlaði ég að hitta þrjá félaga mína og hjóla með þeim til Berlínar. Ég lagði af stað frá Keflavík að morgni 4. júní 2017 og flaug til Stokkhólms.