Þakgil
Þakgil er einn af mínum uppáhaldsstöðum á Íslandi. Náttúrufegurðin þar er einstök og landfræðilega er það bakgarður Þórsmerkur. Í júlí 2017 skipulögðum við ferð um þetta fallega svæði. Veðrið ræður enginn við og þegar við skriðum úr tjöldunum á laugardagsmorgni var grenjandi rigning, þoka og lítt fýsilegt ferðaveður. Eftir sellufund í upphitaðri nestisaðstöðu tjaldsvæðisins ákváðum við að svissa á dögum; taka láglendið fyrri daginn og Þakgil þann seinni.